Finna markþjálfa

Velkomin á síðuna okkar speglun.is

Hér getur þú fundið markþjálfa sem allir hafa lokið framhaldsnámi í markþjálfun hjá Virkja og þar sem áhersla er lögð á markþjálfun á PCC stigi. Öll starfa samkvæmt siðareglum og stöðlum ICF (International Coaching Federation).

Markþjálfun er viðurkennd samtalstækni sem miðar að því að hjálpa einstaklingum að hámarka möguleika sína til vaxtar, hvort sem það snýr að persónulegum vexti, auknum lífsgæðum, betri frammistöðu eða öðrum markmiðum í leik og starfi.

Hér að neðan getur þú skoðað markþjálfana í hópnum og fundið þann sem höfðar best til þín. Við erum hér til að styðja þig í að vaxa, læra og þroskast. Hvert og eitt okkar býr yfir góðri reynslu sem markþjálfi og einstakri persónulegri nálgun sem nýtist hverjum og einum við að veita markvissa og árangursríka markþjálfun.