Gígja Þórðardóttir
Ég heiti Gígja Þórðardóttir og er þriggja barna móðir, menntaður sjúkraþjálfari, MBA og vottaður markþjálfi með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og lífinu sjálfu.
Ég hef óbilandi trú á fólki og þeirri dýrmætu getu hvers og eins til að vaxtar, finna sínar eigin lausnir og lifa í takt við sína sýn.
Í markþjálfun hef ég fundið heim sem sameinar ástríðu mína fyrir fólki, heilsu, sköpun og von – þar sem máttur opinna og markvissra spurninga getur orðið lykillinn að djúpum umbreytingum og bættu lífi.
Ég legg mig fram um að skapa faglegt, öruggt og nærandi rými, þar sem markþegar þora að horfast í augu við áskoranir, virkja sinn innri kraft og taka skref í átt að raunverulegum árangri og bættu lífi.
“Mér fannst gott að vera í markþjálfun hjá Gígju og mjög áhrifaríkt. Gígja spurði hnitmiðaðra spurninga og hjálpaði mér að halda mér á þeim vegi sem ég ætlaði að vera á. Ég mæli með að prófa nokkur skipti og sjá hvort þú nærð markmiðum þínum fyrr en þig grunaði“ Gunnur
„Markþjálfun hjá Gígju var virkilega skemmtileg og gefandi. Gígja hjálpaði mér að skapa skýrari framtíðarsýn með því að setja upp ímyndaðan spegil og fá mig til þess að leita að svörunum innra með mér. Það skapaðist strax mjög afslappað andrúmsloft og auðvelt var að sækja þær tilfinningar sem þurfti til þess finna svörin Vinnan með GILDIN var mjög skemmtileg og jók þekkingu mína á eigin styrkleikum sem mun án efa leiða af sér betri sjálfsþekkingu ef ég held vinnunni áfram.“ Erla
„Ég var svo heppin að fá að koma í markþjálfun til Gígju en ég hafði aldrei farið í markþjálfun áður, kom því með opinn hug og til í að prófa. Ég er kona með allskonar stórar flóknar sögur sem fylgja mér. Gígja tók á móti mér með þvílíkri jákvæðni, gleði og það skein af henni öryggi og traust. Hún náði mér í fyrsta tíma, fékk mig til að sjá hversu langt ég get náð og gaf mér verkfæri sem ég ætla að nýta mér. Eftir hvern tíma fór ég út með stórt sjálfstraust og full bjartsýni. Takk svo mikið fyrir mig Gígja. Framtíðin er björt „ ónafngreind kona
„Gígja Þórðardóttir markþjálfari var mjög góð í að styðja mig áfram í að setja mér raunhæf markmið og hjálpa mér að sjá hvernig ég mun komast þangað sem mig langar að komast. Það er mjög gott að koma til Gígju, hún hefur mjög jákvæða og uppbyggilega orku sem skapar mjög traustvekjandi andrúmsloft.“ Hildur Jóna
„Gígja hefur mjög góða nærveru og hefur gott vald á virkri hlustun. Hún hefur góða færni í að spyrja spurninga og leiða samtal í átt að niðurstöðu, sem er kúnst ef við mælanda liggur mikið á hjarta.“ Margrét
Sími: 8610575
gigjat@gmail.com