Mark á takandi: Hlaðvarp um markþjálfun

  • Fyrsti þáttur - Meðvirkni

    Valdimar Þór Svavarsson er íslenskur ráðgjafi og markþjálfi með yfir fjórtán ára reynslu í ráðgjöf og meðferðarvinnu. Hann rekur ráðgjafaþjónustuna Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Magnúsdóttur félagsráðgjafa. Valdimar er með BA-gráðu í félagsráðgjöf og MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hann hefur einnig sérhæft sig í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem fjalla um áhrif áfalla í uppvexti á samskipti og sjálfsmynd, oft nefnt meðvirkni. Auk þess er hann með ACC-vottun sem markþjálfi og teymisþjálfi. Valdimar heldur úti hlaðvarpinu Meðvirknipodcastið, þar sem hann fjallar um meðvirkni og tengd málefni. .

  • Annar þáttur - Kveiktu í þér

    Í þessum þætti af Markátakandi fáum við Kristínu Þórsdóttur, vottaðan markþjálfa og kynlífsmarkþjálfa, í heimsókn til okkar.

    Kristín er stofnandi Eldmóðurs ehf. og hefur til nokkurra ára haldið valdeflandi námskeið fyrir konur undir heitinu „Kveiktu á þér fyrir þig“.

    Við ræðum hvernig markþjálfun getur styrkt tengsl við sjálfa sig og aðra, aukið sjálfsþekkingu og stuðlað að dýpri nánd í samböndum. Kristín deilir innsýn í hvernig við getum kveikt á innri neista okkar og skapað heilbrigðari tengsl í lífi og ást.

  • Þriðji þáttur - ADHD og einhverfa í nýju ljósi

    Í þessum þætti af Markátakandi fáum við Sigrúnu Jónsdóttur, ADHD og einhverfumarkþjálfa hjá Míró markþjálfun og ráðgjöf, í heimsókn.

    Sigrún deilir sinni persónulegu reynslu af ADHD og hvernig hún hefur nýtt hana til að hjálpa öðrum að blómstra í eigin lífi. Við ræðum hvernig markþjálfun getur styrkt sjálfsmynd, aukið sjálfsþekkingu og stuðlað að betri lífsgæðum fyrir einstaklinga með ADHD og á einhverfurófi. Sigrún deilir einnig innsýn í hvernig við getum virkjað styrkleika okkar og skapað heilbrigðari tengsl í lífi og starfi.

Teymið

Við völdum að gera hlaðvarp um markþjálfun því við viljum færa þetta öfluga tæki nær almenningi. Markþjálfun getur skipt sköpum – bæði í einkalífi og starfi – en samt virðist oft ríkja misskilningur eða fordómar gagnvart henni. Við höfum sjálf mætt því að fólk viti ekki alveg hvað markþjálfun felur í sér, eða að hún sé aðeins fyrir stjórnendur eða fólk í krísu. Með hlaðvarpinu Mark á takandi viljum við opna umræðuna og sýna fjölbreytileikann sem býr í markþjálfun. Við viljum kynna hugmyndafræðina á mannamáli, deila reynslusögum, fá til okkar góða gesti og skapa samtalsvettvang fyrir sjálfsþroska, markmiðasetningu og meðvitað líf.

  • Sími: 8452223
    elinkristjans@gmail.com

  • lena@icelandair.is
    Sími: 898-5012

  • Sími: 6924094
    valur74@gmail.com

  • Sími: 8418297
    Hjaltalin68@gmail.com