
Markþjálfun er
fyrir alla
„Markþjálfi getur verið frábær ferðafélagi og stuðningur í þinni vegferð.
Hlutverk markþjálfa er ekki að hafa skoðun á því hver þú ert eða hvað þú vilt gera,
heldur að draga fram leynda hæfni og möguleika sem búa innra með þér, hjálpa þér að skýra stefnuna,
vera bæði styðjandi og áskorandi í þinni vegferð.“
Laufey Haraldsdóttir, PCC Markþjálfi
Af hverju markþjálfun?
Markþjálfun hjálpar þér að finna skýrari stefnu, nýta eigin styrkleika og að ná persónulegum markmiðum. Með markþjálfa þér við hlið getur þú aukið sjálfsvitund, öðlast skýra innri sýn og tekist á við áskoranir á árangursríkan hátt.
Markþjálfun er persónuleg og árangursdrifin leið til að ná þínum besta árangri í lífinu og er markþjálfunarsamtalið er alltaf á þínum eigin forsendum.
Í þessari vegferð er það hlutverk markþjálfans að styðja viðskiptavini sína við að uppgötva markmið sín og hvernig megi nýta styrkleika betur og að taka skref í átt að árangri. Markþjálfinn heldur utan um samtalið og spyr spurninga sem hvetja til sjálfskoðunar og sem opnar fyrir möguleika að nýjum hugmyndum.
Markþjálfun er ekki bara tilvalin fyrir einstaklinga, heldur er markþjálfun einnig ómetanlegt verkfæri fyrir teymi og getur stutt þau í að vaxa sem heild í verkefnum sínum. Með því að nýta markþjálfun geta teymi skerpt á sameiginlegum fókus, leitað úrlausna við hverskonar verkefni og unnið saman að bættum samskiptum.