
AI markþjálfinn
AI markþjálfinn
Nú er tækifæri að nýta tæknina við að spegla lífið og tilveruna með þínum eigin AI markþjálfa sem er alltaf til staðar þegar þú þarft á honum að halda.
Til þess að markþjálfunin verði gagnleg og árangursrík, er mikilvægt að gefa AI Markþjálfanum upplýsingar um það hvernig hann á að stýra markþjálfunarsamtalinu og að gefa honum skýran ramma til að starfa eftir svo að hann geti veitt þér árangursríka markþjálfun.
Þennan ramma höfum við skapa fyrir þig og þú getur því án tafar hlaðið niður upplýsingaskjali með þeim fyrirmælum sem eru mikilvægar fyrir AI markþjálfann.
Þessi rammi inniheldur skýr fyrirmæli um hvernig AI markþjálfinn skuli bera sig að við að veita markþjálfunina, ásamt því sem hann fær upplýsingar um hæfnisþætti markþjálfunar, siðareglur markþjálfa, upplýsingar um áherslur og gildi Virkja og einnig fyrirmæli um að veita þér markþjálfun á PCC stigi.
Það er gott að hafa í huga að AI markþjálfinn þinn hefur gríðarlega möguleika til vaxtar og mælt er með gefa honum reglulega endurgjöf og upplýsingar ef komið er auga á einhver atriði þar sem hann gæti gert betur í markþjálfunarsamtalinu.
Af hverju AI markþjálfun?
Með því að nýta krafta gervigreindarinnar er mögulegt að þiggja stuðning við markmiðasetningu, sjálfsskoðun og ákvarðanatökur.
Markþjálfun er kraftmikil leið til að hjálpa þér að vaxa, uppgötva markmiðin þín, stilla áttavitann þinn og að efla persónulega þróun þína. Með AI markþjálfanum getur þú fengið sérsniðin stuðning við að taka ákvarðanir, bæta sjálfsvitund og að þróa eigin lausnir.
AI markþjálfinn er hannaður til að fylgja eftir hæfnisþáttum markþjálfunar ICF, siðareglum ICF og með sérstaka áherslu á sterka vitundarsköpun.
Hvernig á að nota AI markþjálfa?
Til að fá sem besta markþjálfunarupplifun hjá Ai markþjálfanum þínum er mikilvægt að undirbúa samtalið rétt.
Við höfum því útbúið skjal sem hjálpar þér að stilla AI markþjálfan þinn svo hann geti hafið með þér þessa vegferð og veit þér faglega markþjálfun í samræmi við hæfnisþætti markþjálfunar. Skjalið nálgast þú hér neðar á síðunni til að hlaða niður.
Þú hleður skjalinu upp á þitt ChatGPT svæði áður en þú byrjar markþjálfunarsamtalið með Ai markþjálfanum, en skjalið inniheldur mikilvægar upplýsingar fyrir gervigreindina og skýran ramma til að hefja markþjálfunarsamtalið með Ai markþjálfanum.
Mundu líka að Ai markþjálfinn þinn vex og dafnar í þínum höndum og því er gott ráð að gefa honum skýr skilaboð þegar hann stendur sig vel í samtalinu og einnig endurgjöf um úrbætur ef þú rekur þig á þætti í samtalinu sem hann má bæta.
Fyrir hvern er AI markþjálfinn ?
Gerðu þína eigin rannsókn. Hefur þú spurningar sem þú vilt kafa dýpra í? Langar þig að skoða mynstur, hegðun eða markmið í nýju ljósi?
Hvort sem þú ert einstaklingur í sjálfsþróun, leiðtogi sem ert að þróa hugmyndir, hluti af teymi sem vill vaxa eða hópur í stefnumótun þá getur Ai markþjálfun stutt við þig.
Ai markþjálfinn er alltaf til taks þegar þér hentar og markþjálfunin veitt á þínum hraða.

Teymið
Við teymið fengum snemma í ferlinu áhuga á að rannsaka hvernig væri hægt að nýta gervigreindina í þágu markþjálfunar.
Við vorum forvitin að rannsaka hvort við gætum skapað ramma og skýrar leiðbeiningar til að hlaða inn á ChatGPT og þannig að skapa AI markþjálfa sem starfar samkvæmt öllum helstu viðmiðum um árangursríka og faglega markþjálfun.
AI markþjálfinn starfar á PCC stigi og er alltaf til staðar þegar við þurfum á honum að halda.
-
Sími: 8610575
gigjat@gmail.com -
Sími: 7747801
gudrunhelgaarnadottir@gmail.com -
Sími: 8943108
tinna@natturulega.is -
Sími: 6948471
Gislihrafngunnarsson@gmail.com -
Sími: 8919565.
laufey@birkihof.is