Guðrún Árný Guðmundsdóttir

Guðrún elskar að styðja fólk, að sjá það vaxa, styrkjast og finna sína eigin leiðir í lífinu. Það er hennar djúpa sannfæring að öll eigum við gnægð af visku og styrk innra með okkur sem við getum lært að virkja.

Guðrún starfar sem markþjálfi af ástríðu og sannfæringu. Með bakgrunn í bæði listum og forystu, háskólagráðu í söngkennslu og meistarapróf í forystu og stjórnun, sameinar hún innsæi, hlustun og skýra stefnu í vinnu sinni með fólki. Þessi blanda, af faglegri dýpt og mannlegri tengingu, mótar nálgun hennar í markþjálfun.

Það sem skiptir Guðrúnu mestu máli er að þú sem markþegi hennar upplifir öryggi, virðingu og skilning. Í öllu sínu starfi hefur Guðrún það að leiðarljósi að styðja fólk til að tengjast eigin kjarna, finna styrkinn innra með sér og feta sína eigin leið með festu og sjálfstrausti. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í átt að einhverju nýju eða leita að betri festu í eigin lífi, þá er Guðrún tilbúin til að styðja þig, af hlýju, virðingu og trú á þig.

Sími: 6622522
gudrunarnyg@gmail.com