Laufey Guðmundsdóttir

Ég er markþjálfi og meðeigandi að Birkihofi, stað þar sem þú getur stigið út úr daglegu amstri og notið þess að vera umvafinn kyrrð og fegurð náttúrunnar.

  • Ég er hlý án þess að vera væmin.

  • Ég er  áskorandi en nærgætinn.

  • Ég er umvefjandi en ekki ráðgefandi.

Í hverju samtali mæti ég þér í þínu eigin flæði, spegla það sem ég heyri og sé og gef af mér alúð og kærleika. Ég skapa rými þar sem allt er velkomið, þar sem þú getur kafað í það sem skiptir þig máli, án þess að eitthvað sé talið minna mikilvægt en annað.

Mennskan er mér kær og ég sé fegurðina í hverjum og einum. Með nærveru minni styð ég þig til að uppgötva og sjá þínar einstöku gjafir.

Birkihof

laufey@birkihof.is
birkihof@gmail.com