Við erum þrjú teymi í framhaldsnámi í markþjálfun hjá Virkja, sem er nýtt námsframboð á Íslandi og býður upp á metnaðarfullt nám í markþjálfun. Við fengum það verkefni í byrjun árs 2025 , sem lið í náminu okkar að vinna saman sem teymi við að skapa afurð í þágu markþjálfunar á Íslandi.  

Tilgangurinn er að rannsaka saman hvernig öflug og árangursrík teymi vinna best saman, hvaða þættir það eru sem eru nauðsynlegir teymum og að upplifa á eigin skinni hvernig það er að vinna saman í teymi og að sameiginlegu verkefni og að sameiginlegum markmiðum.

Við fengum autt blað og hvatningu til að skapa afurðir sem gætu nýst vel í þágu markþjálfunar á Íslandi.
Okkar afurðir eru
AI Markþjálfinn, Námskeið fyrir markþjálfa og Hlaðvarp um markþjálfun.

AI markþjálfun veitir þér rými til að hugsa upphátt, að spegla hugsanir þínar og að greiða fyrir næstu skrefum. AI markþjálfinn þinn er alltaf til staðar – hvenær sem þér hentar.

Hlaðvarp um markþjálfun á erindi við alla sem hafa áhuga á markþjálfun og sem vilja kynnast því sem markþjálfun hefur fram að færa.

Námskeið sem eiga erindi við alla markþjálfa sem vilja stíga næstu skref og afla sér verkfæra sem styðja við vöxt og þróun í starfi.

Speglum tilveruna

Hafa samband

Hefur þú áhuga á að ráða til þín markþjálfa eða að afla upplýsinga um verkefnin okkar. Hafðu samband.